08 ágúst 2006

Ekkert er endanlegt

Ég velti því fyrir mér hvort til sé eitthvað sem er endanlegt. Það væri óskandi að til væri loforð eða fasti sem hægt væri að ganga út frá að væri endanlegur. En því miður held ég að flest það sem við teljum vera nokkuð pottþétt geti stundum reynst vera brigðult og aðrir hlutir sem við alls ekki treystum reynast á stundum vel. En þó svo að hlutum sé svo farið þá stenst engu að síður ekki fullyrðing mín hér að ofan um að 'ekkert sé endanlegt' því litlu þarf að bæta við svo 'ekkert' sé orðið að einhverju og þá er það ekki lengur endanlegt heldur hefur það tekið breytingum og sannar þá um leið kannski hugleiðingar mínar um breytileika allra hluta. Þannig hafa eflaust margir haldið að ég væri 'endanlega' hættur að blogga en í kvöld ákvað ég að skrifa nokkrar línur. Ekki veit ég hvort að sú ákvörðun mín um að blogga sé endanleg enda verð ég að setja punktinn einhversstaðar og þegar ég hef lokið við þessa færslu er ekkert rökrétt samhengi sem gefur fyrirheit um framhald eða ekki. Það mun tíminn leiða í ljós ef hann þá stöðvast ekki endanlega.

2 Comments:

At 16/8/06 10:55, Anonymous Nafnlaus said...

Vá maður! Mikið þarft þú að komast úr sumarfríinu og aftur í vinnuna. Þessi bloggfærsla segir okkur það. Þetta er endanleg skoðun mín á þessu máli!!

 
At 13/2/07 12:50, Anonymous Nafnlaus said...

Bendi á nýtt blogg http://hjaltdal.blog.is

Kveðja
Jóhann

 

Skrifa ummæli

<< Home