08 febrúar 2006

Nýtt blogg!

Jæja gott fólk. Það kemur ekki til af góðu en ég er kominn með nýtt blogg. Því miður lenti ég í þeim leiðindum með eldra bloggið mitt að einhverskonar ormur fór að setja inn komment á eldri dagbókarskrif og vísa í miður áhugaverðar vefsíður. Ég tók eftir þessu vegna þess að umferðin um síðuna mína jókst til muna um síðustu mánaðarmót og þegar ég fór að skoða málið betur kom þetta í ljós. Það er reyndar einkennilegt að það er mun auðveldara að stofna bloggsíðu á blog.central heldur en að eyða henni út. Og ég hef lesið á umræðuþræði þeirra innlegg frá nokkrum sem eru að leita ráða við því hvernig sé hægt að eyða út bloggi og það er fátt um svör. Eina sem ég fann var að ég gat sett inn vísun á forsíðuna í síðu sem ekki er til og þess vegna kemur melding um að bloggið mitt sé ekki til lengur. En ég er sem sagt fluttur yfir til blogspot og er bara nokkuð sáttur við útlitið en ég á eftir að setja inn meira hér til hægri á síðunni.

3 Comments:

At 9/2/06 08:11, Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með nýju síðuna þína. Biggi lenti í þessu sama og þú, skildum ekkert í þessu hvað var í gangi. En ég er búin að setja inn nýju síðuna þína á bloggið mitt.

 
At 9/2/06 08:11, Anonymous Nafnlaus said...

Þetta var s.s. Sara sem skrifaði þetta :-)

 
At 9/2/06 18:18, Anonymous Nafnlaus said...

Já veit ekki hvort kerfið er skemmtilegra, en þessir ormar eru erfiðir. Geta nú sjálfsagt komið hér líka!

Skrítnast hér í þessu kerfi er að geta valið að vera Anonymous og sleppt því yfirleitt að gefa nokkrar upplýsingar um hver maður er.

En auðvitað er það stór kostur hér að vera laus við auglýsingar og geta dundað sér þónokkuð við útlitið. Held að ég ætti að setja upp sjálfboðaliðabloggsíðu hér!

kveðja
Pétur Björgvin

 

Skrifa ummæli

<< Home